Orlofsnefndin hefur ákveðið að bæta við einni dagsferð í Ölfusið þann 11 maí nk. Byrjum á að fara í Hveragarðinn í Hveragerði, fáum þar leiðsögn og smakk. Förum síðan í Hespuhúsið þar sem Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur tekur á móti okkur. Eftir að hafa gætt okkur á hádegisverðarhlaðborði á veitingastaðnum Hvíta Húsinu Selfossi verður keyrt áfram í Þingborg, þar á neðri hæðinni í Gallerý Flóa tekur á móti okkur glerlistakonan Fanndís Huld Valdimarsdóttir. Hún hefur unun af því að færa gömul handverk og siði inn í nútímann með keramikgerð og glerperlugerð. Fanndís byggir vinnu sína og tilraunir á því sem fundist hefur í fornleifa uppgreftri frá víkinga tímanum. Svo er alltaf gaman að skoða ullarvörurnar á efri hæðinni áður en haldið er heim á leið. Sjá nánar undir; Ferðir efst á síðu.
Author: Nefndin
Vorferð um Suðurland
Nú fer hver að verða síðastur að bóka í vorferðina. Þetta er spennandi ferð þar sem gist er í tvær nætur á Hótel Klaustri, skoðum Jökulsárlón, Þorbergssetur, Fjarðrárgljúfur, Reynisfjöru og fleiri spennandi staði.
Umsóknarfrestur er til og með sunnudags 26.mars
Hlökkum til að heyra frá ykkur
Ferðaárið 2023
Orlofsferða árið 2023 hefst með þægilegri þriggja daga vorferð um Suðurlandið með tveggja nátta þægilegri gistingu á Hótel Klaustri.
Síðan stefnum við á Strandir í Júní. Strandaferðin verður dagsferð því ekki var nokkur leið að fá gistingu fyrir hópinn á einum stað, því miður. Þar þyrftu strandamenn að bæta í með gistimöguleika. Í júlí verður farin dagsferð um stórbrotna náttúru Reykjanesskagans.
Val verður um þrjár utanlandsferðir að þessu sinni, Suður England í ágúst, Norður Ítalía í október og
aðventuferð til Þýskalands og farið t.d. á jólamarkaði í Bad Homburg og í Rüdesheim sem er
einstaklega skemmtilegur.
Sjá má nánari ferðalýsingar og verð á ferðunum með að ýta á hnappinn í stikunni hér fyrir ofan sem
stendur á Ferðir 2023