Saga húmæðraorlofs í Kópavogi

Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi starfar á vegum Kvenfélaganna í Kópavogi sem eru Freyja félag framsóknarkvenna og Félag kvenna í Kópavogi, félögin tilnefna sína fulltrúa á aðalfundi Kvenfélagasambands Kópavogs sem heyrir aftur undir Kvenfélagasamband Íslands. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og sjá um orlofsferðir húsmæðra í Kópavogi.

Húsmæður í Kópavogi fóru í sína fyrstu orlofsferð árið 1962 skipulagða af orlofsnefnd.


Það voru 30 konur sem nutu orlofshvíldar að Laugarvatni í 10 daga sér að
kostnaðarlausu. Næstu árin voru farnar álíka ferðir sem fjármagnaðar voru með fé
frá sveitarfélagi, ríki og einkaaðilum samkvæmt  t.d. bókun árið 1966 þar segir;
“Fjárframlag Kópavogsbæ var fjörtíuþúsund og hafði hækkað um tíu þúsund frá
árinu áður. Fjárframlag frá ríkinu þrjátíu og tvö þúsund og hafði hækkað um sjö
þúsund krónur frá árinu áður. Þórður Þorsteinsson eigandi Blómaskálans lét okkur
fá ágóða af blómasölu á mæðradaginn.”


Með fjölgun íbúa hefur fjölgað þeim húsmæðrum í Kópavogi sem hafa notið
orlofshvíldar sem hefur leitt til að fleiri ferðir eru farnar ár hvert og voru t.d. 133
húsmæður sem nutu orlofsferða árið 2019.


Árið 1977 var skorað á Alþingi að fella niður fjárveitingu úr ríkissjóði og ætla
sveitarsjóðum einum að veita til þess fé sem svo var samþykkt.
Árið 1954 hafði Ragnheiður Möller framsögu um lögfestingu orlofs húsmæðra á
Norðurlöndum og lagði til að nefnd undirbyggi málið fyrir landsþing
Kvenfélagasambands Íslands.  Lög um orlof húsmæðra voru sett á Alþingi 9.
júní 1960 sem voru endurskoðuð lög nr. 53/1972. Meðal þeirra kvenna sem mest
beittu sér fyrir orlofsmálinu voru Hallfríður Jónasdóttir og Herdís Ásgeirsdóttir.