Mikilvægt að vita

  • Mikilvægt er að skráning nafns á umsókn sé nákvæmlega eins og í vegabréfi.
  • Munið eftir að taka gild vegabréf með í utanlandsferðir.
  • Hafið ætíð evrópskt sjúkratryggingakort „E-111“ frá Sjúkratryggingum Íslands meðferðis í utanlandsferðir. Athugið gildistíma.
  • Forfallatrygging er ekki innifalin í staðfestingargjaldi.
  • Ferða- og forfallatryggingar eru á eigin ábyrgð.
  • Skatta- og gengisbreytingar gætu breytt auglýstu verði.
  • Athugið að breytingar geta orðið á dagskrá/skoðunarferðum vegna veðurs.
  • Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi og viðkomandi ferðaskrifstofa bera ekki ábyrgð á töfum eða breytingum á ferðaáætlun vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Vísað er í almenna ferðaskilmála á heimasíðu viðkomandi ferðaskrifstofu.
  • Staðfestingargjald vegna ferða þarf að greiða innan viku eftir að þátttaka hefur verið samþykkt. Verði gjaldið ekki greitt innan þess tíma fellur pöntunin niður.
  • Gengið skal frá fullnaðargreiðslu ferðar 6 vikum fyrir brottför á viðkomandi ferðaskrifstofu, nema annað sé tekið fram.
  • Vinsamlegast boðið forföll eins skjótt og auðið er. Endurgreiðslur eru samkvæmt almennum ferðaskilmálum á heimasíðu viðkomandi ferðaskrifstofu.
  • Orlofsstyrkir eru aðeins greiddir út á sama ári og ferðin er farin. Athugið að senda okkur kvittun fyrir fullri greiðslu á ferðinni á tölvupóstfangið orlofkop@orlofkop.is
  • Konur sem búa í öðru sveitarfélagi en Kópavogi geta farið í ferðir, en verða sjálfar að sækja um niðurgreiðslu til orlofsnefndar í sínu umdæmi.
  • Athugið í ferðum á vegum orlofsnefndar húsmæðra í Kópavogi þurfa konur að vera færar um að geta komist leiða sinna óstuddar, alltaf er um einhverjar göngur að ræða sem tengjast skoðunarferðum þó svo þær sé ekki mikið á fótinn né mjög langar.
  • Þurfi kona fylgdarmann þá er það á eigin ábyrgð.
  • Gjafabréf Icelandair eru ekki gild lengur fyrir hópa/hópferðir.