Ferðaárið 2023

Orlofsferða árið 2023 hefst með þægilegri þriggja daga vorferð um Suðurlandið með tveggja nátta þægilegri gistingu á Hótel Klaustri.

Síðan stefnum við á Strandir í Júní. Strandaferðin verður dagsferð því ekki var nokkur leið að fá gistingu fyrir hópinn á einum stað, því miður. Þar þyrftu strandamenn að bæta í með gistimöguleika. Í júlí verður farin dagsferð um stórbrotna náttúru Reykjanesskagans.

Val verður um þrjár utanlandsferðir að þessu sinni, Suður England í ágúst, Norður Ítalía í október og
aðventuferð til Þýskalands og farið t.d. á jólamarkaði í Bad Homburg og í Rüdesheim sem er
einstaklega skemmtilegur.

Sjá má nánari ferðalýsingar og verð á ferðunum með að ýta á hnappinn í stikunni hér fyrir ofan sem
stendur á Ferðir 2023

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *