Dagsferð í Hveragarðinn, Hespuhúsið, Gallerý Flóa og Þingborg

Orlofsnefndin hefur ákveðið að bæta við einni dagsferð í Ölfusið þann 11 maí nk. Byrjum á að fara í Hveragarðinn í Hveragerði, fáum þar leiðsögn og smakk. Förum síðan í Hespuhúsið þar sem Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur tekur á móti okkur. Eftir að hafa gætt okkur á hádegisverðarhlaðborði á veitingastaðnum Hvíta Húsinu Selfossi verður keyrt áfram í Þingborg, þar á neðri hæðinni í Gallerý Flóa tekur á móti okkur glerlistakonan Fanndís Huld Valdimarsdóttir. Hún hefur unun af því að færa gömul handverk og siði inn í nútímann með keramikgerð og glerperlugerð. Fanndís byggir vinnu sína og tilraunir á því sem fundist hefur í fornleifa uppgreftri frá víkinga tímanum. Svo er alltaf gaman að skoða ullarvörurnar á efri hæðinni áður en haldið er heim á leið. Sjá nánar undir; Ferðir efst á síðu.