Fjölbreytt ferðaár 2024

Nú styttist í að konur geti farið að velja sér orlofsferð, framundan er fjölbreytt ferðaár eins og svo oft áður. Úrvalið er mikið og er það einlæg von orlofsnefndarinnar að allar konur sem áhuga hafa geti hér fundið sér ferð við hæfi. Nánari ferðalýsingar og verð eru við hverja ferð fyrir sig.

Að þessu sinni var sólareyjan Tenerife fyrir valinu í 15 daga vorferð 7. – 21. maí á 4*glæsihótelinu H10 Gran Tinerfe.

Síðan er það Frakkland, 6 daga ferð 07. – 12. ágúst um Normandí og endað í heimsborginni París.

Svo er komið að Vestfjarðarðar hring, 4 daga ferð 22. – 25. ágúst um ýmsar perlur Vestfjarða, gist verður í 2 nætur á Hótel Ísafirði og 1 nótt í Sælingsdal í Dölum.

Í október er það Tékkland. Þá er í boði 6. daga mjög áhugaverð ferð um Prag og Karlstejn dagana 11. – 16 október.

Endum svo ferðaárið í Skotlandi, með 5 daga Jólaferð til Edinborgar höfuðborgar Skotlands 22. – 26. Nóvember.

Dagsferðir eru fyrirhugaðar til: Vestmannaeyja, Blönduós og Grundarfjarðar en nánar um þær fljótlega.