
í London 9.–13.maí 2025.
ABBA Voyage sýningin er í formi sýndarveru tónleika í glænýrri tónleikahöll sem byggð var eingöngu fyrir þetta verkefni. Höllin er staðsett í Queen Elizabeth Olympic Park í austurhluta London. Á tónleikunum er 12 manna hljómsveit sem spilar undir við hlið stafræna ABBA-hópsins og flytur 22 af bestu og vinsælustu lögum ABBA. Við höfum fengið staðfest að þetta er sturluð sýning!