Nice í Frakklandi – 5 daga ferð

25. – 29. September 2025

25.09. Ekið frá Kópavogi klukkan 04:45 til Keflavíkur. Flogið með flugi FI-560 klukkan 08:20 til borgarinnar Nice við Miðjarðarhafströnd Frakklands og lent þar klukkan 14:40. Þaðan er ekið að Hotel Nice Riviera, sem er vel staðsett 4ra stjörnu hótel í miðborg Nice, þar sem við munum gista næstu 4 nætur. Gönguferð um miðbæinn eftir að við höfum innritað okkur á hótel og sameiginlegur kvöldverður á veitingastað í bænum.

26.09. Farið í skoðunarferð til Saint Paul de Vence, sem er einn bezt varðveitti miðaldabær við suðurströnd Frakklands og er einnig þekktur fyrir söfn og listagallerí og fjölda listamann, sem hafa kosið að búa þar. Þar munum við m.a. heimsækja Matisse kapelluna, sem hönnuð var af listamanninum Henri Matisse, og hann kallaði sjálfur“meistaverk sitt“. En síðan verður gefinn góður tími til að skoða sig um í þessum litríka bæ. Sameiginlegur kvöldverður.

27.09. Frjáls dagur í Nice, sem er fimmta stærsta borg Frakklands og er gjarnan kölluð „hin fagra Nice“. Borgin er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðann og hefur lengi verið fjölsótt, bæði af ferðamönnum og listamönnum. Sameiginlegur kvöldverður.


28.09. Farið í heimsókt til hafnarbæjarins Menton, sem m.a. er þekktur fyri ávaxta- og þá sérstaklega sítrónurækt, allt frá fjórtándu öld. Bærinn oft nefndur sítrónuhöfuðborg Evrópu, enda er þar árlega haldin Sítrónuhátíð. Gamli bæjarhlutinn í Menton er einstaklega fallegur og við munum skoða okkur um þar og kynnast sítrónuræktinni. Sameiginlegur kvöldverður.


29.09. Um hádegi skráum við okkur út af hótelinu og höldum út á flugvöll. Flogið heim með FI-561 klukkan 15:40. Áætluð lending klukkan 18:00. Ekið í Kópavog.

Verð á mann: 225.000 kr eftir niðurgreiðslu (fullt verð er 270.000.-kr)

Aukagjald fyrir einsmannsherbergi: 69.500-

Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, kvöldverður, allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt lýsingu, og íslensk fararstjórn.

Í öllum ferðum má gera ráð fyrir einhverjum göngum. Farþegar þurfa því að geta komist leiðar sinnar hjálparlaust, eða útvega sjálfir þá aðstoð, sem þeir kunna að þurfa. Almennt eru gönguleiðir ekki langar, nema þær séu valkvæðar.

ATH. Staðfestingargjald þarf að greiða fyrir 12. júní