Lesið nánar um ferðina undir hnappnum hér ofar Ferðir 2025 skrollið þar niður…
Vestfjarðar hringur 16. – 19. ágúst 2025 síðustu lausu sætin!
Síðustu sætin í boði í Vestfjarðarhring 16. – 19. ágúst vegna forfalla, fyrstur kemur fyrstur fær!
Það voru að losna tvö pláss til London á ABBA SHOW 09. – 13. maí …..
Skemmtileg ævintýr í vændum
Nú hafa ferðir ársins 2025 verið að tínast hér inn á heimasíðuna og umsóknirnar farnar að streyma inn, fyrstur kemur fyrstur fær því er best að skrá sig í ferð sem allra fyrst því skráningartíminn er stuttur núna.
Ævintýrið byrjar 3. apríl með beinu flugi til Porto í Portugal sem er nýr áfangastaður hjá okkur.
Vorferðin innanlands verður um suðurland þar sem konur munu njóta fagurrar náttúru og þæginda á Hótel Klaustri við Kirkjubæjarklaustur sem er rómað fyrir góðan mat og þægindi.
Síðan er London í byrjun maí til að sjá hina stórkostlegu Abba Voyage sýningu.
Í ágúst er stefnt á 4 daga hringferð um Vestfirði með td siglingu út í Jökulfirði með landtöku á Hesteyri.
Suður Frakkland verður heimsótt í september og farið í skoðunarferðir út frá hinni fögru borg Nice. Nánari ferðalýsingar um allar ferðirnar má sjá með því að slá á flipann Ferðir 2025 hér ofar á síðunni.
Fyrirhuguð er aðventuferð en nánar um hana síðar, einnig eru í vinnslu dagsferðir svo endilega fylgist vel með heimasíðunni áfram.
Vorferðir 2025
Skráning er hafin í fyrstu ferðir ársins 2025 sem eru til Porto í Portúgal 3-10 apríl og til London á Abba Show 09. -13. maí. Nefndarkonur eru að leggja lokahönd á aðrar ferðir fyrir 2025. Munu þær birtast hér á síðunni. Við stefnum á nýja og spennandi áfangastaði og ferðumst bæði innan lands og utan.
Því miður eru flugfélögin að herða hjá sér reglur, því fáum við stuttan frest til að staðfesta bókanir með staðfestingargjaldi sem er alltaf óendurkræft. Viljum því benda konum á að skoða sínar ferðatryggingar með tilliti til þess. Við vonum að þið sýnið því skilning að umsóknarfrestur er styttri en verið hefur og greiða þarf staðfestingargjald snemma en lokagreiðsla er eins og áður ca 8 vikum fyrir brottför ferðar.
Vorferðirnar sem er farið að bóka í eru ferð til London til að sjá sýndarveruleika sýningu með Abba í maí með gistingu á besta stað og ferð til Porto í Portúgal byrjun apríl. Porto ferðin er vikuferð, frá fimmtudegi til fimmtudags 03.-10. apríl. Gist er í 7 nætur á 4 stjörnu hóteli, morgunverður og 5 kvöldverðir eru innifaldir í verði. Íslensk fararstjórn. Dagskráin er spennandi með tveimur frjálsum dögum (kvöldmatur ekki innifalinn þá daga, en sjálfsagt að hópa sig saman á veitingastað ef áhugi er á). í boði verður Portvín vínsmökkun, vinnustofa þar sem við málum okkar eigin flís, skoðunarferð á Tuk Tuk bíl, og við lærum að búa til Portúgals góðgæti (Pastel de Nata).
Saðfestingargjald þarf að greiðast fyrir 16. janúar og er 40 þús. Fyrstur kemur fyrstur fær svo endilega skráið ykkur sem fyrst til að taka frá sæti í þessum skemmtilegu ferðum.
Minningarbankinn besti bankinn!
Takk, takk, kæru konur fyrir frábært ferðaár sem var að enda en síðustu ferð ársins 2024 lauk nú í vikunni. Það var jólamarkaðsferð til Edinborgar þar sem 38 konur ásamt fararstjóra skemmtu sér vel þó veðrið hefði mátt vera betra.
Rúmlega 200 konur hafa þetta árið notið ferðalaga orlofsnefndar í fjölbreyttum ferðum innanlands og utan og skapað minningar í minningarbankann. Þökkum við þeim öllum ánægjuleg samskipti, fyrir þau erum við nefndarkonur afar þakklátar.
Við vitum að margar þessara kvenna hefðu ekki fengið tækifæri til að njóta svona ferðalaga ef ekki væru lögbundnar orlofsnefndir húsmæðra í landinu. Ýmsar ástæður gætu legið að baki s.s. félagslegar ástæður, margar konur orðnar ekkjur eða hafa ekki ferðafélaga og ekki síst fjárhagslegar ástæður. Flestir vita eða ættu að vita að margar eldri konur fengu á sínum tíma ekki barnaheimilispláss fyrir börnin sín, samfélagið bauð þeim ekki upp á annað en að vera heimavinnandi. Þessar konur uppskera því svívirðilega lítið úr lífeyrissjóðum í dag og miklu minna en karlar. Meðan ástandið er enn svona á Orlof húsmæðra svo sannarlega rétt á sér.
Orlofsnefndin
Nokkur sæti enn í boði…
Skráning í ferðir stendur yfir og eru konur hvattar til að skrá sig sem fyrst hér á heimasíðunni með því að smella á „Umsókn um orlofsferð“ í stikunni hér fyrir ofan. „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof“.
Hægt er að lesa ferðalýsingar og sjá verð á ferðum með því að smella á „Ferðir 2024“.
Fjölbreytt ferðaár 2024
Nú styttist í að konur geti farið að velja sér orlofsferð, framundan er fjölbreytt ferðaár eins og svo oft áður. Úrvalið er mikið og er það einlæg von orlofsnefndarinnar að allar konur sem áhuga hafa geti hér fundið sér ferð við hæfi. Nánari ferðalýsingar og verð eru við hverja ferð fyrir sig.
Að þessu sinni var sólareyjan Tenerife fyrir valinu í 15 daga vorferð 7. – 21. maí á 4*glæsihótelinu H10 Gran Tinerfe.
Síðan er það Frakkland, 6 daga ferð 07. – 12. ágúst um Normandí og endað í heimsborginni París.
Svo er komið að Vestfjarðarðar hring, 4 daga ferð 22. – 25. ágúst um ýmsar perlur Vestfjarða, gist verður í 2 nætur á Hótel Ísafirði og 1 nótt í Sælingsdal í Dölum.
Í október er það Tékkland. Þá er í boði 6. daga mjög áhugaverð ferð um Prag og Karlstejn dagana 11. – 16 október.
Endum svo ferðaárið í Skotlandi, með 5 daga Jólaferð til Edinborgar höfuðborgar Skotlands 22. – 26. Nóvember.
Dagsferðir eru fyrirhugaðar til: Vestmannaeyja, Blönduós og Grundarfjarðar en nánar um þær fljótlega.
Jólamarkaðs-stemming í Bad Homburg og Rüdesheim
Nokkur sæti eru laus í skemmtilega Jólamarkaðsferð til Þýskalands
30.11-04.12 2023
Heimsóttir veða jólamarkaðir bæði Bad Homburg og Rüdesheim
Sjá nánari ferðalýsingu með að smella á Ferðir 2023
og síðan smella á myndina við Jólamarkaður Bad Homburg.
Haust dagsferð 5. September 2023 (aukaferð)
Orlofsnefndin hefur nú bætt við einni haustferð „austur fyrir fjall“ ef næg þátttaka fæst. Skráning er hafin og fer vel af stað.
Nánari upplýsingar um ferðina sem er dagsferð undir Ferðir 2023 í stikunni hér ofar. Brottför er frá Digranesvegi 7, Kópavogi Þriðjudaginn 5. September 2023 kl 10:00