Miðvikudaginn 27. ágúst heimsækjum við Gljúfrastein, fáum leiðsögn um safnið og skoðum m.a. nýja sýningu sem nefnist: Skrýtnastur er maður sjálfur er yfirskrift örsýningar sem opnaði 25. maí í móttöku Gljúfrasteins og mun standa fram í September. Yfirskrift sýningarinnar vísar í grein Halldórs úr bókinni Úngur eg var, sem kom út árið 1976. Bók Auðar Jónsdóttur, sem hún skrifaði um afa sinn 2016, ber einnig heitið Skrýtnastur er maður sjálfur. Förum síðan í góðan málsverð á veitingahúsinu Blik Bistro. Verð: 6000.-kr. Innifalið er Rútuferðin, aðgangseyrir í Gljúfrastein og leiðsögn á safninu og hádegismatur á Blik Bistro. Brottför kl 10:00 frá Digranesvegi 7, Kópavogi (Áætlaður komutími í Kópavog er um kl 15:00)
Haustlitir á Þingvöllum þriðjudaginn 23. september Brottför kl 09:00 frá Digranesvegi 7, Kópavogi, ekið að Hakinu Þingvöllum. Þar mun Guðni Th. Jóhannesson landvörður, sagnfræðingur og fyrrv. forseti eða annar landvörður taka á móti okkur í Snorrastofu, segja okkur sögur og svara spurningum. Skoðum síðan safnið og njótum á flotta útsýnispallinum. Þær sem vilja ganga niður Almannagjá þar sem rútan sækir þær. Síðbúið hádegisverðar hlaðborð verður á veitingastaðnum Hvíta húsinu Selfossi og áætlaður komutími í Kópavog um ca kl 15:00. Verð: 6000.-kr.
Nokkur sæti til í 5 daga aðventuferð til fallegu Riga í Lettlandi 2.-6. desember 2025 sjá nánar á heimasíðu undir Ferðir 2025