Þar sem ekki náðist lágmarksfjöldi tímanlega í fyrirhugaða Tenerife ferð þá urðum við að leita eftir nýju tilboði fyrir minni hóp. Við höfum haft samband við allar konurnar sem skráðar voru í ferðina og tilkynnt breytinguna.
Við stefnum enn á Tenerife í tveggja vikna ferð, 7 – 21. maí en gist verður á Hotel Vulcano.
Hótelið sem er 4 stjörnu er staðsett í Playa de las America, aðeins 300 metrum frá Playa de Las Americas ströndinni og býður upp á útisundlaug, garð, afþreyingu og ókeypis Wi-Fi internet.
Herbergin eru með verönd, loftkælingu og gervihnattasjónvarpi. Baðherbergin eru einnig með ókeypis snyrtivörum og hárþurrku.
Innifalið í verði er rúta til og frá flugvelli í Keflavík. Einnig til og frá flugvelli á Tenerife.
Flug fram og til baka með Play með sköttum, handtaska og 20 kg farangur.
Gisting í 14 nætur með morgunverði og fararstjórn frá Tenerife ferðum. Athugið að kvöldverður er ekki innifalinn í verði.
Verð eftir niðurgreiðslu fyrir tveggja manna herbergi er 230.000.-kr.
Aukagjald fyrir einbýli er 160.000.-kr.
