
Brottför rútu frá Digranesvegi 7 Kópavogi er kl 11:30 á hádegi 03. apríl.
8 daga ferð til Porto, frá fimmtudegi til fimmtudags 03.-10. apríl. Gist er í 7 nætur á 4 stjörnu hótelinu HF Ipanema Porto, morgunverður og 5 kvöldverðir eru innifaldir í verði. Íslensk fararstjórn. Dagskráin er spennandi með tveimur frjálsum dögum (kvöldmatur ekki innifalinn þá daga, en sjálfsagt að hópa sig saman á veitingastað ef áhugi er á). í boði verður Portvín vínsmökkun, vinnustofa þar sem við málum okkar eigin flís, skoðunarferð á Tuk Tuk bíl, og við lærum að búa til Portúgals góðgæti (Pastel de Nata).
Saðfestingargjald þarf að greiðast fyrir 16. janúar og er 40 þús. Fyrstur kemur fyrstur fær svo endilega skráið ykkur sem fyrst til að taka frá sæti í þessum skemmtilegu ferðum. Smellið hér til að skrá ykkur í ferð.
Drög að dagskrá
- Apríl
- Brottför rútu frá Digranesvegi 7 Kópavogi er kl 11:30 á hádegi. Áætluð lending í Porto er kl 20:15. Ekið frá flugvelli uppá hótel og kvöldsnarl við komu. Innritun á hótel.
- Brottför rútu frá Digranesvegi 7 Kópavogi er kl 11:30 á hádegi. Áætluð lending í Porto er kl 20:15. Ekið frá flugvelli uppá hótel og kvöldsnarl við komu. Innritun á hótel.
- Apríl
- Förum saman á vinnustofu þar sem við hönnum og málum okkar eigin flís sem við fáum að taka með okkur heim. (innifalið)
Kvöldverður á hóteli.
- Förum saman á vinnustofu þar sem við hönnum og málum okkar eigin flís sem við fáum að taka með okkur heim. (innifalið)
- Apríl
- Skoðunarferð um fallegar litlar götur Porto á svokölluðum TuKTuk bíl. Ferðin er um 1,5 tími með enskumælandi leiðsögumanni. (innifalið)
Kvöldverður á hóteli.
- Skoðunarferð um fallegar litlar götur Porto á svokölluðum TuKTuk bíl. Ferðin er um 1,5 tími með enskumælandi leiðsögumanni. (innifalið)
- Apríl
- Dagur á eigin vegum, njótið að rölta um, setjast á fallegt kaffihús eða versla. Þennan dag er hægt að bóka sig ferðina til Duoro Valley (ekki innfalið).
- Apríl
- Í dag förum við og heimsækjum Grahams Porto kjallarann og smökkum smá Portvín. (innifalið)
Kvöldverður á hóteli.
- Í dag förum við og heimsækjum Grahams Porto kjallarann og smökkum smá Portvín. (innifalið)
- Apríl
- Dagur á eigin vegum, njótið að rölta um, setjast á fallegt kaffihús eða versla.
- Apríl
- Í dag förum við og lærum að búa til hið fræga Pastel de Nata. Bökum saman og komum heim með uppskrift að dásamlegu Portugölsku góðgæti í töskunni.(innifalið)
Kvöldverður á hóteli.
- Í dag förum við og lærum að búa til hið fræga Pastel de Nata. Bökum saman og komum heim með uppskrift að dásamlegu Portugölsku góðgæti í töskunni.(innifalið)
- Apríl
- Í dag er okkar síðasti dagur í Porto. Við skráum okkur út af hótelinu um hádegi. Allir njóta dagsins þangað til rútur fara á flugvöll um klukkan 18:00. Áætlaður komutími í Kópavog er um kl 01:30.
Innifalið
Rútuferð til og frá Keflavík og til og frá flugvelli á áfangastað.
- Beint flug til Porto og til Keflavíkur.
- 20 kg taska og 10 kg persónulegur munur sem passar undir sætið.
- Gisting á hóteli í 7 nætur með morgunverði.
- 5 kvöldverðir á hóteli.
- Afþreying eins og talin er upp síðar.
Íslensk fararstjórn og enskumælandi leiðsögn í ferðum. Flugvallarskattar, gistináttaskattar og öll þjónustugjöld
Verð: 215.000 á mann í tvíbýli eftir niðurgreiðslu
57þús. aukalega fyrir einbýli
Staðfestingargjald er 40.000. við skráningu og rest 6/2





















