6 daga Frakklandsferð til Normandí og Parísar

7. – 12. ágúst 2024

Sex daga ferð um Normandí á slóðir Normanna, Innrásarinnar á D-degi, rómantískra hafnarbæja og eplabrennivínsins fræga, calvados. Einnig til heimsborgarinnar Parísar. Skoðunarferðir og hálft fæði innifalið.

Dagskrá:

7. ágúst
Miðvikudagur
Brottför kl 04:00 frá Digranesvegi 7, Kópavogi og ekið til Keflavíkur. Flogið frá Keflavík með flugi FI-542 klukkan 07:40 og lent í París klukkan 13:05. Þaðan er ekið til Bayeux í Normandí, þar sem verður gist næstu 4 nætur á Hótel Novotel.
Kvöldverður á hóteli.
8. ágúst
Fimmtudagur
Fyrir hádegi förum við í gönguferð um Bayeux, sem er borg með vel varðveittan miðaldamiðbæ og skartar glæsilegri dómkirkju, Notre Dame. Þar er að finna eina af frægustu veggmyndum heims, Bayeux-refilinn sem er frönsk þjóðargersemi og segir sögu orrustunnar við Hastings árið 1066. Þar sem Vilhjálmur bastarður, hertogi af Normandí, lagði undir sig England.
Bayeux var fyrsta borgin í Frakklandi, sem bandamenn frelsuðu í seinni heimsstyrjöldinni og slapp óskemmd frá þeim hildarleik. Ólíkt öðrum borgun í Normandí.
Kvöldverður á hóteli.
9. ágúst
Föstudagur
Dagsferð til bæjarins Honfleur. Þetta er lítill hafnarbær sem ýmsir listmálarar hafa notað sem fyrirmynd í málverk sín og höfnin hefur orðið að vinsælli snekkjuhöfn. Við göngum um gamla bæinn sem hefur haldið í sögulega arfleifð sína. Að heimsækja Honfleur er eins og að ferðast aftur í tímann. Við ökum síðan sem leið liggur með norðurströndinni og komum við á búi þar sem Calvados eplavín er framleitt. Þar fáum við að smakka á eplavíninu þeirra og kynna okkur framleiðsluhætti. Þaðan höldum við síðan heim á leið og komum við í Arromanches og Longues sur Mer, þar sem má enn sjá ummerki innrásarinnar í Normandi og Atlantsmúrsins sk.
Kvöldverður á hóteli.
10. ágúst
Laugardagur
Heilsdagsferð til Mont St. Michel. Mont Saint Michel er lítil klettótt örfiriseyja út af Normandí, rúmlega einn kílómetra frá norðurströnd Frakklands. Þar var fyrst reist kirkja snemma á 8. öld og munklífi hófst þar á 10. öld. Efst á eynni trónir kirkja frá því um árið 1000. Það er lítið um pláss á eynni því kirkjur og klaustrið taka bróðurpartinn af öllu landrými. Undir flestum byggingum leynast lög af fornum kirkjum sem byggðar voru frá 11. öld til 16. aldar og oft hver ofan á aðra, þannig að saga hennar og kristninnar er æði löng. Eyjan var með fyrstu minjunum sem lentu á heimsminjaskrá hjá Unesco.
Sameiginlegur kvöldverður.
11. ágúst
Sunnudagur
Haldið til Parísar, þar sem við gistum í eina nótt á vel staðsettu hóteli. Þegar til Parísar kemur, byrjum við á að fara í stutta skoðunarferð um borgina áður en við innritum okkur á hótel.
12. ágúst
Mánudagur
Frjáls dagur í París til klukkan 19:00. Þá er haldið til Charles de Gaulle-flugvallar þaðan sem flogið er heim klukkan 22:20 með FI-541 lent í Keflavík klukkan 23:55. Ekið í Kópavog.

Áætlað verð á mann: 204.000 kr.*
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamannaherbergi, morgunverður, kvöldverður, allur akstur og skoðunarferðir, Calvados smökkun og íslensk fararstjórn.

Aukagjald fyrir einbýli: 53.500 kr.
*Verð miðast við gengi og forsendur 15.12. 2023 og 30 manna hóp.