Norður og Vesturland

05.-08.júní 2026

Föstudagur 05. júní

Ekið frá Digranesvegi 7 klukkan 09:00 og haldið norður um land til Húsavíkur. Hádegisverður snæddur á leiðinni og litið á Goðafoss. Gist 2 nætur á Hótel Húsavík.

Kvöldverður á hóteli.


Laugardagur 06. júní

Eftir morgunverð er haldið til Ásbyrgis og litast um þar. Síðan er ekið til Raufarhafnar, litið við hjá Heimskautagerðinu og snæddur hádegisverður.
Síðan er svo ekið um Dettifossveg, til Mývatns og liðið við í Dimmuborgum. Ekið þaðan til Húsavíkur. Kvöldverður á hóteli.


Sunnudagur 07.júní

Haldið snemma af stað og ekið suður um land í Borgarfjörðinn og hádegisverður snæddur á leiðinni. Litið við hjá Kattarauga, Kolugljúfi og á Hvammstanga. Komið að Reykholti undir lok dags og gist þar eina nótt.
Kvöldverður á hóteli.


Mánudagur 08.júni

Um morguninn verður ekið að Hraunfossum og Barnafossi, síðan ekið um Hvítársíðuna og stansað við Deildartunguhver. Þá verður litið við í Ullarselinu á Hvanneyri og stansað í Borgarnesi áður en haldið verður heim í Kópavog.

Verð á mann í tveggjamanna herbergi: 151.000,- 
Verð á mann í einsmannsherbergi: 206.000,-


Innifalið í verði er allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt lýsingu, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður, kvöldverður, 3 hádegisverðir, og íslensk leiðsögn. Verð miðast við forsendur 22.12. 2025.