5 daga jólaferð til Edinborgar

22. – 26. nóvember 2024

Edinborg er höfuðborg Skotlands og þar búa um 500 þúsund manns. Edinborg er auðveld borg að heimsækja og hefur hún oft á tíðum verið valin besta borg að búa í. Jólamarkaðurinn vinsæli hefur verið haldinn á þessum fallega stað, við rætur Kastalahæðarinnar í hjarta Edinborgar síðastliðin 20 ár. Markaðurinn teygir anga sína allt frá Mound-hæðinni, eftir eystri hluta Princess Street-garðsins og kringum minnismerkið um Sir Walter Scott.

Dagskrá:

22. nóv.
Föstudagur
Ekið frá Digranesvegi 7, Kópavogi kl 04:00 til Keflavíkur. Flogið frá Keflavík með FI430 klukkan 07:35 til Glasgow og lent þar kl. 09:50 að staðartíma. Síðan ekið til Edinborgar, höfuðborgar Skotlands. Þar sem gist verður á vel staðsettu hóteli, Mercure næstu 4 nætur. Sameiginlegur kvöldverður.
23. nóv.
Laugardagur
Gönguleiðsögn ca. 1 ½ tíma um elsta hluta Edinborgar. Frjáls eftirmiðdagur. Tilvalið að líta í stróverslanirnar á Princes Street, ganga milli vertshúsa og verslana á “Royal Mile”, skoða Ediborgarkastala eða bara slappa af og njóta þess að horfa á mannlífið. Sameiginlegur kvöldverður.
24. nóv.
Sunnudagur
Dagsferð í Skosku hálöndin. Ekið sem leið liggur frá Edinborg og yfir brúna á Forth-firði og um borgina Perth til hálandabæjarins Pitlochry. Þar gerum við góðan stans og lítum meðal annars við hjá viskí-framleiðanda og fræðumst þar um þessa mikilvægu útflutningsvöru Skota og fáum að smakka á veigunum. Frá Pitlochry er síðan haldið til baka til Edinborgar. Sameiginlegur kvöldverður.
25. nóv.
Mánudagur
Frjáls dagur. Sameiginlegur kvöldverður.
26. nóv.
Þriðjudagur
Akstur frá hóteli út á flugvöll. Flug til Íslands er með FI431 kl.12:40 og lent í Keflavík klukkan 15:00. Ekið til Kópavogs.

Áætlað verð á mann: 150.000 kr.*
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggjamanna herbergjum í fjórar nætur, morgunverður og kvöldverður, viskí kynning, allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt lýsingu og íslensk fararstjórn.

Aukagjald fyrir einsmanns herbergi: 32.000 kr. Takmarkaður fjöldi einsmanns herbergja.

*Verð miðast við gengi og forsendur 17.12.23. og 30 farþega.
Hvað varðar aðra skilmála vísast í “almenna ferðarskilmála” á heimasíðu GJ Travel; www.ferdir.is