Gleðilegt ferðaár 2026

Bestu þakkir til ykkar allra sem nutu orlofsferða okkar á síðasta ári en nú er komið að því að kynna ferðir 2026 sem eru komnar hér á síðuna og skráning er þegar hafin.

Orlofsnefndin eins og alltaf áður hefur lagt sig fram um að velja og skipuleggja vonandi frábærar ferðir að kanna nýja og spennandi áfangastaði. Við byrjum ferða árið strax eftir páska, í apríl með glæsilegri átta daga ferð með dásamlegri skemmtisiglingu um Dóná.  Í júní verður ferðast innanlands, farin fjögra daga ferð um norðurland. Síðan verða tvær spennandi ferðir í boði í október fyrst 6 daga ferð til Króatíu og síðan 8 daga Spánarferð til Barselóna og Sitges. Dagsferðir sumarsins verða kynntar síðar. Lesið nánar um allar ferðirnar hér inni á heimasíðunni undir Ferðir 2026.

Þar sem afar stutt er í fyrstu ferðina skemmtisiglinguna á Dóná 7-14 apríl þarf að hafa hraðar hendur með skráningu í þá ferð svo þar verður fyrstur kemur fyrstur fær, áhugasamar skrái sig því sem fyrst.