Dagsferð til Vestmannaeyja þriðjudaginn 16. júlí 2024

Lagt verður af stað frá Digranesvegi, Kópavogi, þriðjudaginn 16. júlí klukkan 07:30 og ekið sem leið liggur um Suðurlandsveg til Landeyjahafnar þaðan sem við siglum klukkan 10:45, með Herjólfi, til Vestmannaeyja.

Þegar til Eyja kemur förum við í stutta skoðunarferð um Heimaey og heimsækjum sýninguna á Eldheimum. Að því loknu bíður okkar hádegisverður á veitingastaðnum Einsa kalda, sem er kunnur að góðum mat og þjónustu.

Eftir hádegisverð er svo frjáls tími til að skoða sig um Vestmannaeyjabæ áður siglt verður aftur til baka klukkan 17:00

Á heimleið verður svo gerður stuttur stanz á Hvolsvelli þar sem hægt er að fá sér svolitla hressingu áður en haldið er heim á leið. Áætluð heimkoma um klukkan 20:30.

Verð á mann 20.000,-*

Innifalið í verði er allur akstur samkvæmt lýsingu, sigling með Herjólfi, aðgangur í Eldheima, hádegisverður hjá Einsa og leiðsögn.

*Verð miðast við lágmark 30 farþega.