Miðvikudaginn 27. ágúst
Brottför er kl 10:00 frá Digranesvegi 7 og keyrt að Gljúfrastein. Þar fáum við leiðsögn um safnið og skoðum m.a. nýja sýningu sem nefnist: Skrýtnastur er maður sjálfur sem er yfirskrift örsýningar sem opnaði 25. maí í móttöku Gljúfrasteins og mun standa fram í September. Yfirskrift sýningarinnar vísar í grein Halldórs úr bókinni Úngur eg var, sem kom út árið 1976. Bók Auðar Jónsdóttur, sem hún skrifaði um afa sinn 2016, ber einnig heitið Skrýtnastur er maður sjálfur. Förum síðan í góðan málsverð á veitingahúsinu Blik Bistro. Áætlaður komutími í Kópavog er um 15:00. Smellið hér til að skrá ykkur í ferð.
Verð: 6000.-kr. Innifalið er Rútuferðin, aðgangseyrir í Gljúfrastein og leiðsögn á safninu og hádegismatur á Blik Bistro.
