Þriðjudaginn 23. september
Brottför kl 09:00 frá Digranesvegi 7, Kópavogi, ekið að Hakinu Þingvöllum. Þar mun vonandi Guðni Th. Jóhannesson landvörður, sagnfræðingur og fyrrv. forseti taka á móti okkur í Snorrastofu, eða annar landvörður í hans stað, segja okkur sögur og svara spurningum. Skoðum síðan safnið og njótum á flotta útsýnispallinum. Þær sem vilja geta gengið niður Almannagjá þar sem rútan sækir þær fyrir neðan. Síðbúið hádegisverðar hlaðborð verður á veitingastaðnum Hvíta húsinu Selfossi og áætlaður komutími í Kópavog um ca kl 15:00. Smellið hér til að skrá ykkur í ferð.
Verð: 6000.-kr. Innifalið er Rútuferðin, sögustund í Snorrastofu, aðgangseyrir í safnið á Hakinu, leiðsögn og hádegisverðar hlaðborð.
