Dagsferð á Snæfellsnes 3. Júlí 2024

Lagt verður af stað frá Digranesvegi 7, Kópavogi kl. 09:00 miðvikudaginn 3. júlí 2024 og keyrt í Borgarfjörðinn.

Stoppað í Borgarnesi í smá stund ca. 20 mín. og haldið síðan til Langaholts þar sem við munum borða hádegisverð hjá vertinum Kela sem er rómaður kokkur.

Leiðsögumaðurinn Olga mun koma í rútuna þar til okkar og fræða okkur um Snæfellsnesið. Við keyrum Fróðárheiðina til Ólafsvíkur og stoppum þar í smástund í handverkshúsinu á staðnum. Síðan er haldið til Grundarfjarðar og þar heimsækjum gallerý listamannsins Lúðvíks sem heggur út í grjót alls konar listaverk og furðuverur.

Eftir það förum við Vatnaleiðina og komum við „ Hjá góðu fólki ehf“ sem er lítið fjölskyldufyrirtæki með t.d ræktun á kryddjurtum, salati og ætum blómum ásamt handverki úr héraði. Fáum okkur þar kaffisopa til hressingar og kökur eru í boði fyrir þá sem vilja. Þar fáum við einnig góða fræðslu um krydd og maturtir sem ræktaðar eru í gróðurhúsinu þeirra og að sjálfsögðu verður Olga leiðsögumaður með okkur allan hringinn til fræðslu en kveður okkur hjá Góðu Fólki og við höldum heim á leið.   Áætlað verð ferðar er 12.000.-kr