Aðventuferð til fallegu Riga

3.- 7. Desember 2025


3 desember 2025
Brottför rútu frá Digranesvegi 7, Kópavogi miðvikudaginn 3. des kl 10:00
Flug með AirBaltic frá Keflavík til Riga. BT170 KEF 13:35 – RIX 19:10

Rútur beint uppá hótel. Matur á hóteli klukkan 20:30

4 desember
Leiðsögn um gamla bæinn í Riga byrjar á hótelinu þar sem fararstjóri leiðir hópinn um þröngar gamlar götur með glæsilegum arkitektúr. Hápunktur ferðarinnar er heimsóknin í Riga Dome kirkjuna, þar færðu að heyra ótrúlegan hljómburð kirkjunnar og dást að litríkum gluggum og stórbrotnum súlum. Ferðin er í heildina 1,5-2 tímar með íslenskum og enskum fararstjóra.

Inni í Riga Dome church (Cathetral) er enskumælandi leiðsögn í kirkjunni en íslenskur fararstjóri er með í för og getur aðstoða þær sem ekki skilja, það er ekki komin dagskrá fyrir þessa hádegistónleika en ef það verður þá bókum við á það þegar nær dregur.

Svo er hægt að labba á jólamarkaðinn á Dome Square. Hópurinn getur labbað þar í gegn og átt það sem eftir er dags á eigin vegum.

Matur á hóteli klukkan 19:00

5 desember
Ferðin um Central Market í Riga fer fram með fararstjóra sem leiðir ykkur í gegnum einn stærsta og líflegasta markað Evrópu. Á þessum markaði, sem er staðsettur í fyrverandi flugskýli fyrir loftför, er að finna fjölbreytt úrval af ferskum matvörum, kryddum, ostum og ýmsum skemmtilegum vörum. Fararstjórinn útskýrir söguna á bak við markaðinn og hvernig hann hefur verið miðpunktur fyrir íbúa og ferðamenn í áratugi. Þú færð tækifæri til að smakka á nokkrum hlutum og lærir um matarmenningu staðarins.
Kvöldmatur á eigin vegum.


6 desember
Frjáls dagur. Kvöldmatur á Kolonade veitingastaðnum með útsýni yfir Riga National Opera house og garð, 8 mínútna gangur frá hóteli.

Þriggja rétta máltíð allar saman, vatn, te og kaffi ásamt tveim drykkjum er innifalið.


7 desember
Morgunmatur 07:00 Rútur frá hóteli klukkan 07:30 Flug, farið í loftið 10:35 BT169 RIX 10:35 – KEF 12:40. Áætlaður komutími rútu í Kópavog Digranesveg 7 er rúmlega kl.14:00.

Verð 150.000.- kr á mann í tvíbýli (auka 24.500kr í single herbergi)


Innifalið: Flugið með Airbaltic, 23kg innrituð taska (100x50x80 cm) ásamt einum persónulegum hlut sem passar undir sætið. Hótel í 4 nætur með morgunverði. Tveir kvöldverðir á hóteli án drykkja. Einn þriggja rétta kvöldverður á veitingastað. Ferð um miðbæinn og Dome kirkjuna ferð og smakk um central market. Rútur til og frá flugvelli í Riga. Rútur til og frá Kópavogur Keflavík, Íslenskur fararstjóri ásamt enskumælandi leiðsögn í bland.