ABBA Voyage

Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi ætlar að fara í vorferð á hið fræga ABBA Voyage ( Abba Show)  í London  9. – 13. maí 2025.

ABBA Voyage sýningin er í formi sýndarveru tónleika í glænýrri tónleikahöll sem byggð var eingöngu fyrir þetta verkefni. Höllin er staðsett í Queen Elizabeth Olympic Park í austurhluta London. Á tónleikunum er 12 manna hljómsveit sem spilar undir við hlið stafræna ABBA-hópsins og flytur 22 af bestu og vinsælustu lögum ABBA. Við höfum fengið staðfest að þetta er sturluð sýning!

Innifalið í ferðinni: Flug með Icelandair og innritaðri 23 kg tösku. Gisting í 4 nætur með morgunverði á Thistle Hotel Marble Arch. Miði á tónleikana og rúta til og frá tónleikunum. Akstur til og frá flugvelli.

Thistle London Marble Arch hótelið er staðsett á besta stað í miðbæ London ef þú vilt upplifa það besta í borginni. Afskaplega snyrtilegt og nútímalegt hótel nálægt Marble Arch lestarstöðinni.  Staðsett aðeins steinsnar frá helstu verslunargötunum, eins og Oxford Street, Regent St og Mayfair, auk fjölda frægra kennileita í London, þar á meðal Harrods, Hyde Park og Buckingham Palace, eða West End Theatre District. Eftir annasaman dag má njóta máltíðar og kokteils með ferðafélögum á bar hótelsins með útsýni yfir Oxford Street.

Fullt verð er 180.000.-kr fyrir Kópavogskonur.  

 Nauðsynlegt er að greiða staðfestingargjald 40.000- við skráningu.

Aukagjald fyrir einbýli er 79.900.-kr