Króatía

6.-11. október (6 daga ferð)

Þriðjudagur 6. okt.

Ekið klukkan 05:00 frá Digranesvegi 7 og ekið til Keflavíkur. Flogið með flugi FI-948 klukkan 08:20 til Feneyja og lent þar klukkan 15:00.

Þaðan er ekið borgarinnar Opatija í Króatíu, þar sem gist verður á Hotel Continental næstu 5 nætur. Kvöldverður á hóteli. Leiðin milli Feneyja og Opatija er um 3 klukkustundir og að sjálfsögðu verður
stoppað á leiðinni.

Miðvikudagur 07. okt.

Farið í gönguferð um Opatija. Borgin var á sínum tíma fjölsóttur hvíldarstaður austurrísk-ungverska aðalsins og ber þess enn merki. Þar gefur að líta fagra garða, veglegar byggingar og glæsilega gönguleið meðfram ströndinni.
Sameiginlegur kvöldverður.

Fimmtudagur 08.okt.

Um morguninn förum við í siglingu á Adríahafinu. Siglt verður fram hjá litríkum bæjum og tekið land í Lovran, sem mun vera ein elsta byggð við króatísku rivíeruna. Þar förum við í stutta gönguferð um gamla bæinn og fáum svolítinn frjálsan tíma, áður en siglt verður aftur til Opatija.

Sameiginlegur kvöldverður.

Föstudagur 09.okt.

Dagsferð um Istríuskagann. Heimsóttur miðaldabærinn Motovun, en síðan verður farið í hádegisverð, þar sem bragðað verður á ýmsum afurðum héraðsins. Þaðan er svo haldið til Rovinj, sem lengi vel tilheyrði Feneyjalýðveldinu, eins og reyndar fleiri borgir á þessum slóðum. Þar göngum við aðeins um gamla bæinn og fáum svolítinn tíma til að skoða okkur um á eigin vegum, áður en haldið er til Opatija.

Sameiginlegur kvöldverður.

Laugardagur 10.okt.

Frjáls dagur (kvöldverður ekki innifalinn)


Sunnudagur 11.okt.

Ekið af stað til Feneyjaflugvallar klukkan 10:00 og flogið þaðan heim með FI-949 klukkan 16:10 og lent í Keflavík klukkan 18:50. Ekið til Kópavogs.

Verð á mann í tveggjamanna herbergi: 219.500,-
Verð á mann í einsmannsherbergi: 264.500,-

Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting, morgunverður, kvöldverður (4 kvöld), einn hádegisverður, sigling, allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt lýsingu og íslensk fararstjórn.
Verð miðast við gengi og forsendur 22.12. 2025 og minnst 30 farþega
Hvað aðra skilmála varðar vísast í “almenna ferðaskilmála” á heimasíðu ferdir.is.
Í öllum ferðum má gera ráð fyrir einhverjum göngum. Farþegar þurfa því að geta komist leiðar sinnar hjálparlaust, eða útvega sjálfir þá aðstoð, sem þeir kunna að þurfa. Almennt eru gönguleiðir ekki langar, nema þær séu valkvæðar.