Skemmtileg ævintýr í vændum

Nú hafa ferðir ársins 2025 verið að tínast hér inn á heimasíðuna og umsóknirnar farnar að streyma inn, fyrstur kemur fyrstur fær því er best að skrá sig í ferð sem allra fyrst því skráningartíminn er stuttur núna.

Ævintýrið byrjar 3. apríl með beinu flugi til Porto í Portugal sem er nýr áfangastaður hjá okkur.

Vorferðin innanlands verður um suðurland þar sem konur munu njóta fagurrar náttúru og þæginda á Hótel Klaustri við Kirkjubæjarklaustur sem er rómað fyrir góðan mat og þægindi.

Síðan er London í byrjun maí til að sjá hina stórkostlegu Abba Voyage sýningu.

Í ágúst er stefnt á 4 daga hringferð um Vestfirði með td siglingu út í Jökulfirði með landtöku á Hesteyri.

Suður Frakkland verður heimsótt í september og farið í skoðunarferðir út frá hinni fögru borg Nice. Nánari ferðalýsingar um allar ferðirnar má sjá með því að slá á flipann Ferðir 2025 hér ofar á síðunni.

Fyrirhuguð er aðventuferð en nánar um hana síðar, einnig eru í vinnslu dagsferðir svo endilega fylgist vel með heimasíðunni áfram.