30. apríl – 2. maí 2025
30.04. Brottför klukkan 10:00 og ekið suður um land til Kirkjubæjarklausturs. Meðal annars verður, stansað við Seljalandsfoss og Skógafoss og ekið niður í Reynisfjöru. Hádegisverður á Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. Komið undir lok dags að Hótel Klaustri, þar sem gist verður næstu tvær nætur. Kvöldverður þar.
01.05. Eftir morgunverð er ekið austur á bóginn. Farið um Skaftafell að Jökulsárlóni og stansað þar. Síðan verður ekið að Hala í Suðursveit þar sem við snæðum hádegisverð og heimsækjum Þórbergssetur. Haldið aftur heim á Hótel Klaustur. Þegar við erum búin að hvíla okkur ögn eftir ferðina er boðið til fordrykkjar og kvöldverðar.
02.05. Haldið heim um klukkan 11:00. Meðal annars verður litið við í Fjaðrárgljúfri og komið við á Skógum, þar sem Skógasafn verður skoðað. Hádegisverður á leiðinni.
Verð á mann er 70.000.- kr
Innifalið í verði er gisting í tveggjamanna herbergi á Hótel Klaustri, morgunverður, kvöldverður, hádegisverður, aðgangseyrir að Þórbergssetri og Skógasafni, allur akstur samkvæmt lýsingu og leiðsögn. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 18.000,-kr