Vestfirðir

16. – 19. ágúst 2025

Dagur 1

Ekið kl. 09:00 frá Dalvegi 7 um Hvalfjarðargöng, Bröttubrekku og Þröskulda til Hólmavíkur, þar sem við snæðum hádegisverð. Síðan er haldið um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp, þar sem við þræðum hina mörgu firði sem inn úr því ganga, til Ísafjarðar. Þar verður gist á Hótel Torfnesi næstu 2 nætur. Kvöldverður þar. (um 500 km.)

Dagur 2

Að loknum morgunverði er ekið til Bolungarvíkur og Skálavíkur og síðan upp á Bolafjall. Þaðan er haldið aftur til Ísafjarðar og farið þaðan í siglingu út í Jökulfirði. Tekið land í yfirgefna þorpinu Hesteyri, farið í sögugöngu um þorpið og í kaffi í Læknishúsinu. Komið aftur til Ísafjarðar milli klukkan17:00 og 18:00. Kvöldverður á hóteli.

Dagur 3

Haldið snemma af stað og ekið um Vestfirði, m.a. með stoppi við fossinn Dynjanda og til Bíldudals, þar sem hádegisverður bíður okkar. Frá Bíldudal förum við svo út í Selárdal þar sem við skoðum verk „listamannsins með barnshjartað“ og sjáum einnig Uppsali, þar sem einbúinn Gísli Oktavíus Gíslason bjó.
Ekið þaðan í Sælingsdal í Dölum. Kvöldverður og gisting þar. (um 360 km.)

Dagur 4

Haldið heim á leið rétt fyrir hádegi og ekið í Kópavog. Hádegisverður snæddur á leiðinni. (um 175 km.)


Áætlað verð á mann: 150.000
Innifalið í verði er gisting í tveggjamanna herbergjum með baði, morgunverður, kvöldverður, þrír hádegisverðir, allur akstur og skoðunarfeðir samkvæmt lýsingu ásamt leiðsögn.
Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 29.400

Í öllum ferðum má gera ráð fyrir einhverjum göngum. Farþegar þurfa því að geta komist leiðar sinnar hjálparlaust, eða útvega sjálfir þá aðstoð, sem þeir kunna að þurfa. Almennt eru gönguleiðir ekki langar, nema þær séu valkvæðar. Hvað varðar aðra skilmála vísast í “almenna ferðarskilmála” á heimasíðu GJ ferdir.is