Skráning er hafin í fyrstu ferðir ársins 2025 sem eru til Porto í Portúgal 3-10 apríl og til London á Abba Show 09. -13. maí. Nefndarkonur eru að leggja lokahönd á aðrar ferðir fyrir 2025. Munu þær birtast hér á síðunni. Við stefnum á nýja og spennandi áfangastaði og ferðumst bæði innan lands og utan.
Því miður eru flugfélögin að herða hjá sér reglur, því fáum við stuttan frest til að staðfesta bókanir með staðfestingargjaldi sem er alltaf óendurkræft. Viljum því benda konum á að skoða sínar ferðatryggingar með tilliti til þess. Við vonum að þið sýnið því skilning að umsóknarfrestur er styttri en verið hefur og greiða þarf staðfestingargjald snemma en lokagreiðsla er eins og áður ca 8 vikum fyrir brottför ferðar.
Vorferðirnar sem er farið að bóka í eru ferð til London til að sjá sýndarveruleika sýningu með Abba í maí með gistingu á besta stað og ferð til Porto í Portúgal byrjun apríl. Porto ferðin er vikuferð, frá fimmtudegi til fimmtudags 03.-10. apríl. Gist er í 7 nætur á 4 stjörnu hóteli, morgunverður og 5 kvöldverðir eru innifaldir í verði. Íslensk fararstjórn. Dagskráin er spennandi með tveimur frjálsum dögum (kvöldmatur ekki innifalinn þá daga, en sjálfsagt að hópa sig saman á veitingastað ef áhugi er á). í boði verður Portvín vínsmökkun, vinnustofa þar sem við málum okkar eigin flís, skoðunarferð á Tuk Tuk bíl, og við lærum að búa til Portúgals góðgæti (Pastel de Nata).
Saðfestingargjald þarf að greiðast fyrir 16. janúar og er 40 þús. Fyrstur kemur fyrstur fær svo endilega skráið ykkur sem fyrst til að taka frá sæti í þessum skemmtilegu ferðum.