6 daga ferð til Prag í Tékklandi

11. – 16. október 2024

Dagskrá:

11. október
Föstudagur
Ekið frá Digranesvegi 7, Kópavogi kl 04:00. Flogið með Flugleiðum FI-536 frá Keflavík kl.07:30 til Prag, höfuðborgar Tékklands og lent þar klukkan 13:05. Prag er forn og sögufræg borg, sem um tíma var höfuðborg sambandslýðveldisins Tékkóslóvakíu og áður konungsríkisins Bæheims, sem um aldir var hluti af veldi Habsborgarættarinnar. Litrík saga borgarinnar hefur sett mark sitt á útlit hennar, hér er meðal annars að finna óspilltar gotneskar byggingar, barrokk og jugendstil. Fljótið Vltava eða Moldá rennur í gegnum borgina og er spannað af mörgum brúm, meðal annars hinni stórmerkilegu Karlsbrú, sem byggð var á 14. öld. Gist á Hotel Pyramida í Prag næstu 5 nætur. Sameiginlegur kvöldverður.
12. október
Laugardagur
Farið í gönguferð um Staré Mesto, sem er elsti hluti borgarinnar og var ein þeirra 5 borga, sem á 18. og 19. öld voru sameinaðar í borgina, sem við í dag köllum Prag. Við lítum m.a. við á stóra torginu, Starometské námestí, reynum að ná því að sjá ráðhúsklukkuna slá, en hún er aldagamalt tækniundur, göngum eftir þröngri Karlova götunni og endum á Karlsbrúnni.
Sameiginlegur kvöldverður.
13. október
Sunnudagur
Farið í skoðunarferð um borgarhverfin vestan Moldár. Gengið um Hradcany, kastalahæðina, þar sem dómkirkjan er og konugshöllin. Við göngum um kastalasvæðið, lítum við í dómkirkju heilags Vítusar, einu helsta kennileiti Pragborgar, heimsækjum “Gullgötuna” og göngum síðan niður “Gömlu kastaþrepin” og niður í Mala Strana, Litlu hlíð. Þaðan göngum við svo yfir Manes brúna og ljúkum ferðinni í gamla gyðingahverfinu, Josefov.
Sameiginlegur kvöldverður
14. október
Mánudagur
Dagsferð til Karlstejn, þar sem Karlsteijn kastali, sem byggður var á 14. öld, trónir hátt yfir fallegu þorpi. Þar gefum við okkur góðan stans og einnig munum við heimsækja kristalsverksmiðju og fræðast um framleiðsluna.
Sameiginlegur kvöldverður.
15. október
Þriðjudagur
Frjáls dagur í Prag. Um kvöldið verður farið með rútu út fyrir borgina í hátíðarkvöldverð með þjóðdansasýningu, tónlist og ómældum drykkjum með matnum.
16. október
Miðvikudagur
Ekið klukkan 10:30 út á flugvöll. Flogið er með Flugleiðum FI 537 kl. 14:05 til Keflavíkur og lent þar 16:00. Ekið í Kópavog.

Áætlað verð á mann: 160.000 kr.*
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt lýsingu, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, kvöldverður og íslensk fararstjórn.

Aukagjald fyrir einsmanns herbergi: 47.500 kr.

*Verð miðast við 35 farþega og gengi og forsendur 19.12. 2023.
Hvað varðar aðra skilmála vísast í “almenna ferðarskilmála” á heimasíðu GJ Travel; www.ferdir.is